…var stofnað síðla árs 2014 og hefur frá upphafi verið rekstrarrammi í kringum skapandi verkefni stofnanda þess.
Fugl á hugarflugi.slf er í dag fyrst og fremst framleiðslustofa með áherslu á stafrænar vörur og þróun stafrænna lausna. Fugl á hugarflugi rekur dótturfélögin LÆF og Reykjavík Lettering, en hið síðarnefnda er útgefandi kennslubókarinnar Skriftarbók fyrir fullorðna.
Að baki Fugli á hugarflugi er grafíski hönnuðurinn og hugmyndasmiðurinn Ingi Vífill Guðmundsson. Hann lauk BA prófi í dramatúrgíu og rökfræði frá háskólanum í Árósum, Aarhus universitet, árið 2009 en hélt svo til áframhaldandi náms í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands árið 2018.
Ingi hefur vakið eftirtekt í íslenska frumkvöðlaumhverfinu fyrir framsæknin verkefni á neytendamarkaði. Má þar fremst nefna fyrirtækið Reykjavík Lettering og útgáfu bókarinnar Skriftarbók fyrir fullorðna
Síðla árs 2020, í kjölfar COVID19 faraldursins, stofnaði hann streymisþjónustuna LÆF sem sérhæfir sig í framkvæmd beinna útsendinga á netinu með sérstakri áherslu á gagnvirkni og þátttöku áhorfenda.
Sem grafískur hönnuður hefur Ingi lagt aðaláherslu á viðmóts- og notendahönnun (UX/UI); upplýsingahönnun; fjárfesta- og sölukynningar, samhliða fjölbreyttri vöru- og varningshönnun.
Þá er Ingi einnig natinn og reyndur skrautskrifari og því aldrei að vita nema þú getir dobblað hann til að skrifa fyrir þig í gestabók eða á útskriftarskjal
Gott lógó er gulls ígildi.
Yfirleitt
er þó hægt að semja um betra verð
en svo og má sjá hér nokkur þeirra sem Fugl á hugarflugi hefur hannað
í áranna rás.
Íkónar og táknmerki eru eins og vel unnin hljóðmynd í kvikmyndum: vel unnið verk fellur þægilega og átakalaust inn í umhverfi sitt.
Hér má sjá úrval táknmerkinga sem Fugl á hugarflugi hefur hannað fyrir valin verkefni.
Hönnun og smíði vefrænna lausna hefur síðastliðin 3 ár skipað stóran þátt í starfi Fugls á hugarflugi.
Við smíðum veflausnir í WordPress með hjálp kröftugra viðbóta frá framleiðendunum Elementor og Crocoblock.
Fugl á hugarflugi hannar og framleiðir
reglulega vörur & varning
fyrir viðskiptavini eða til eigin sölu og dreifingar.
Hér má sjá valin dæmi: