Jólakortanámskeið Reykjavik Lettering 2022

7.900 kr.

Description

:::: JÓLAKORTA CALLIGRAPHY ::::

Á þessu námskeiði förum við í þá skemmtilegu iðju að handteikna jólakort og merkimiða með verkfærum Copperplate skrautskriftarinnar. Við byrjum námskeiðið á að kynnast letrinu Copperplate. Copperplate (ísl. koparstunga) hefur um árhundruði verið standard innan skrautskriftarinnar og hitum við okkur upp með að gera nokkrar æfingar til að kynnast letrinu, formum þess og strokum. Þá mega þátttakendur velja hvort þeir vilja skrifa með brush-penna eða með hinni sígildu pennastöng og blekbyttu. Kenndar verða töfrandi jólaskreytingar í Copperplate fyrir merkimiða og jólakort, og notkun gulls og silfurs í leturskreytingum. Í bæklingi sem fylgir námskeiðinu má finna fjöldan allan af sýnidæmum og innblæstri, ásamt nokkrum af grunnreglum týpógrafíunnar.

Námskeiðið hentar bæði byrjendum sem lengra komnum.

Innifalið í námskeiðsgjaldi er +  2 x 2 klst. vinnustofa (kl. 13.00 – 15:00 lau & sun) + æfingahefti +  4 x A4 í grafíkarkir í litum til að skera eftir óskum á staðnum. + brush lettering penni 10 sæti pr. námskeið 7.900kr

Hlökkum til að sjá ykkur!

Additional information

dagsetningar

3. og 4. desember, 10. og 11. desember

Námskeiðið er haldið í Stúdíó Stórhöfða 17 (sama hús og Nings og Kaffitár, 2. hæð)

Um félagið

starfsemi félagsins

myndmerki

vefhönnun

vöru- og varningshönnun

önnur hönnun